Diction
Hringdu í 644 0800
Lokað um helgar

Viðskiptavinir okkar: Momondo

Aðstoða Momondo við að ná í viðskiptavini

Hver

Momondo þekkja flestir þegar kemur að því að finna ódýrar ferðir á skemmtilegustu áfangastaðina. Fyrirtækið er ekki ferðaþjónustufyrirtæki en það þjónustar viðskiptavini sína með því að veita þeim aðgang að vefsíðu sem ber saman verð hjá öllum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. Fyrirtækið var stofnað 2006 og hefur síðan vaxið hratt og bætt við sig ýmsum nýjungum. Nú geta viðskiptavinir einnig borið saman verð á hótelum, pakkaferðum og bílaleigubílum. Momondo gerir ráð fyrir því að velta um 20 milljörðum íslenskra króna árið 2016, sem samsvarar tvöföldun á veltu á hverju ári.

Áskoranir

Momondo vantaði að láta þýða texta á heimasíðu sinni yfir á portúgölsku en textinn innibar lýsingar á ólíkum áfangastöðum þeirra. Momondo hafði kannað þýðingamarkaðinn og komist að niðurstöðu um að við værum sú þýðingarstofa, sem væri sveigjanlegust varðandi hraða þjónustu, verð og tungumálasamsetningar. Í textanum hjá Momondo er yfirleitt frekar almennt málfar, sem er ólíkt þeim tækni- og sérhæfða texta sem við vinnum mikið með. Auk þess var textanum ætlað að selja ferðir til mismunandi áfangastaða til þeirra er heimsóttu heimsíðuna. Textinn þurfti því að hafa gott flæði og grípandi málfar.

Lausn

Hér þurfti að sjálfsögðu vandaðar portúgalskar þýðingar, en einnig þurfti textinn að ná til kúnnans. Þýðingar af þessu tagi krefjast öðruvísi nálgunar en flest önnur verkefni sem við fáum. Við aðlöguðum okkar að þörfum viðskiptavinarins og fengum til verksins okkar færasta portúgalska þýðanda, sem er mjög fær í að leysa texta af þessu tagi. Momondo fékk ekki aðeins villufríar, málfarslega fullkomnar þýðingar heldur þýðingar sem einnig áttu að þjóna öðrum tilgangi en að vera málsfarslega réttar. Niðurstaðan var að leggja áherslu á textaflæði í staðinn fyrir formlegan texta, sem hjálpaði Momondo að laða að fjölda nýrra viðskiptavina með hjálp þessara ferðalýsinga.

Ef þú vilt fá þýðingastofu sem getur veitt hraða þjónustu á villulausum texta og hagstæð verð, hafðu þá samband við okkur í síma 644 0800 eða sendu okkur tölvupóst [email protected]

Borgaðu með greiðslukorti

Einstaklingar geta greitt rafrænt hjá okkur.
visamastercardbank_transfer
Fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu

Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja

Við notum Diction til að þýða fyrir okkur m.a. vörutexta yfir á ólík skandinavísk tungumál. Afhendingartíminn er stuttur, þýðingarnar eru alltaf réttar og ferlið er ótrúlega einfalt og þægilegt. Svo skemmir það ekki fyrir að verðið er það besta sem við höfum séð.
Christian Birksø
Christian Birksø
eAnatomi.dk
Við höfum oft fengið Diction til að þýða tæknilega texta, en það krefst þess að þýðandinn hafi innsýn inn í byggingartæknileg hugtök. Við höfum í hvert skipti fengið villufríar, hágæða þýðingar frá Diction. Auk þess hafa verðin verið sanngjörn.
Alexander Wulff
Alexander Wulff
ABEO A/S

Viðskiptavinir okkar

Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
KT: 560123-1670
VSK-nr: 147862
visamastercardbank_transfer