Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00

Vandaðar enskar þýðingar - Snör vinnubrögð og hagstæð verð

Hagstæð verð

Við þýðum frá 35 kr. á orð og prófarkalesum frá 10 kr. á orð. Við veitum einnig afslátt ef textinn inniheldur endurtekningar.

Gæði

Við vinnum eingöngu með reyndum þýðendum sem þýða yfir á sitt móðurmál. Þannig tryggjum við gæðaþýðingar.

Hröð þjónusta

Við getum oft klárað þýðinguna samdægurs. Það veltur þó á textalengd.

Enskar þýðingar

Hjá okkur starfar teymi af færum þýðendum sem sérhæfa sig í að þýða texta úr eða yfir á ensku. Þú getur því gengið að því að fá vandaðar hágæða þýðingar hjá okkur. 

Íslendingar eru, þegar á heildina er litið, góðir í ensku. Það þýðir þó ekki að hver sem er uppfylli þau skilyrði sem þarf til að þýða enskan texta. Í okkar teymi finnur þú sérhæfða þýðendur sem eru allir með háskólamenntun og mismunandi faglega þekkingu, sem gerir okkur kleift að þýða alls konar texta, óháð því úr hvaða faggrein hann er.

Þýðendur með móðurmálskunnáttu

Við leggjum metnað okkar í það að ráða eingöngu þýðendur sem þýða yfir á sitt eigið móðurmál. Með því tryggjum við að allur texti sem þarf að þýða yfir á ensku er þýddur af starfsmanni sem er fæddur og uppalinn í enskumælandi landi. Auk þess eru allir þýðendurnir okkar með háskólamenntun og með reynslu af þýðingum, en með því tryggjum við þér rétta þýðingu. Margir af okkar stóru viðskiptavinum þurfa þýðendur yfir lengri tíma fyrir verkefnin sín. Við bjóðum því upp á að tryggja sama þýðanda í öll þeirra verkefni þannig að orðalagið verði alltaf eins.

Prófarkalestur á enskum texta

Við bjóðum einnig upp á prófarkalestur á enskum texta. Það breytir engu hvers eðlis textinn er. Við höfum prófarkalesara með þekkinguna til að fara yfir málfarið á textanum. Það getur verið t.d. að fara yfir stafsetningu, málfræði, greinarmerki og almenna uppsetningu á texta. Þú getur einnig valið hvort þú vilt að prófarkalesarinn aðlagi textann að bandarískri eða breskri ensku.

Fljót afgreiðsla

Við leggjum metnað okkar í hraða þjónustu þar sem það er oft mikil eftirspurn eftir því. Við erum því alltaf með þýðendur til taks sem geta farið strax í að leysa verkefnin. Hröð þjónusta hefur þó aldrei áhrif á gæði vinnunnar og við skilum öllum verkefnum innan þess tímafrests sem um var samið. Auk þess hefur reynslan sýnt okkur að góð samskipti eru lykillinn að góðri samvinnu. Það er því alltaf lágmark einn starfsmaður á skrifstofu okkar á dagvinnutíma til að svara fyrirspurnum og almennum spurningum. Við leysum allar tegundir verkefna. Sendu okkur texta í gegnum formið hér á síðunni eða hafðu samband.

Bresk enska eða amerísk enska?

Við erum að sjálfsögðu meðvituð um að það er stór munur á milli breskrar ensku eða amerískrar ensku og þess vegna gerum við skýran greinarmun á því hvers konar ensku á að notast við í þýðingunni. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar þýðendur sem hafa annað hvort breska eða ameríska ensku að móðurmáli. Vegna landfræðilegrar staðsetningar Íslands lærum við breska ensku í skóla, ásamt því að heyra ameríska ensku daglega úr sjónvarpi og á samfélagsmiðlum. Það eru því margir sem rugla þessum tveimur saman og fá því ekki alveg hárrétta þýðingu. Með því að fá þýðingastofu til að þýða fyrir þig tryggir þú að textinn er sniðinn að þeim markhópi sem hann á að ná til. Auk þess getum við nýtt okkur reynslu okkar úr fjölda ólíkra faggreina og úthlutað verkefninu til þess þýðenda sem hefur reynslu úr þinni atvinnugrein.

Teymið okkar

Við erum til þjónustu reiðubúin í síma 644 0800 eða á netfanginu [email protected]. Opið virka daga frá 08:00 til 17:00.

Andri Freyr Ríkarðsson er verkefnastjóri Diction fyrir íslenskan ma...
Andri Freyr Ríkarðsson
Verkefnastjóri
+354 6440800
Martin Boberg er stofnandi og forstjóri Diction ApS. Áður en hann s...
Martin Boberg
Forstjóri
+45 22277016
Claus Boberg er fjármálastjóri Diction. Claus hefur starfað hjá fyr...
Claus Boberg
Fjármálastjóri
+45 26857082
Julie Munkø er mannauðstjóri hjá Diction og ber ábyrgð á því að stæ...
Julie Munkø
Mannauðsstjóri
+45 22277016
Aske Behrsin Hansen er lausráðinn vefhönnuður ásamt því að vera eig...
Aske Hansen
Vefhönnuður og forritari
+45 2227 7016
Coco er yngsti samstarfsmaðurinn okkar. Hún er ekki fastráðin en ka...
Coco
Skrifstofuhundur
Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
visa mastercard bank_transfer