Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00

Önnur tungumál

Önnur tungumál

Þú getur alltaf sent okkur fyrirspurn og valið fjölmörg tungumál undir "þýða úr" og "þýða yfir á" í gegnum formið á síðunni: Ýttu HÉR til að senda inn fyrirspurn.

Þarftu að þýða texta á önnur tungumál en þau sem eru uppgefin undir flipanum "Tungumál" á síðunni? Við höfum aðgang að alþjóðlegu neti sérfræðinga í þýðingum og getum aðstoðað þig við að finna rétta þýðendur fyrir nánast öll tungumálapör. Í þessum hópi má einnig finna sérfræðinga á ýmsum sviðum sem taka að sér verkefni sem krefjast sérþekkingar og fagorðaforða.

Diction er traustur kostur þegar þú þarft faglegan og vel þýddan texta og hjá okkur færðu þýðingar á flest tungumál heims. Við höfum brennandi áhuga á tungumálum og tökum að okkur hvers konar þýðingarverkefni. Við bjóðum þýðingar á flestum tungumálum, ekki hika við að senda okkur fyrirspurn þótt tungumálið finnist ekki á listanum á heimasíðu okkar.

Við bjóðum með stolti þýðingar á milli 400 tungumálapara, hvort sem um er að ræða almennan eða sérhæfðan texta. Við getum þýtt hvers konar texta, allt frá úrdú yfir á hvítrússnesku, þökk sé einstöku neti þýðenda okkar sem starfa um allan heim.


Kjarnastarfsemi fyrirtækisins liggur þó í skandinavískum og norður-evrópskum tungumálum. Þar á meðal eru norska, danska, sænska og finnska, íslenska og færeyska. Yfir 20% norðurlandabúa tala síðastnefndu tungumálin þrjú og þau eru því mikilvægur hluti af starfsemi okkar. Til viðbótar við skandinavísku málin er enska einnig mikilvægur hluti af kjarnastarfseminni.

Þá leggjum við einnig áherslu á þýðingar yfir á asísk mál, þar á meðal á mandarín kínversku, sem yfir 1,2 milljarður manns talar og hindí, sem yfir 400 milljónir tala. Það eru margir færir þýðendur með móðurmálskunnáttu um allan heim og nokkrir þeirra bestu vinna fyrir okkur.

Líkt og asísk mál, skiptast afrísk tungumál einnig í undirhópa. Þeir stærstu eru afró-asísk mál, nílar-saharísk og níger-kongó mál. Jafnvel á þessum málum útvegum við hæfa móðurmálsþýðendur.

Viltu komast að því hvort við getum þýtt á rétta tungumálið fyrir þig? Ekki hika við að hafa samband, við ráðfærum okkur við þýðendanetið og finnum rétta þýðandann fyrir textann þinn. Hjá Diction færðu tilboð í hvers konar þýðingar án skuldbindingar og við leiðum þig í gegnum allt ferlið.

Við tölum mörg tungumál

Diction er með stórt teymi sérhæfðra þýðenda og hefur verið aðalsamstarfsaðili fjölda skandinavískra og alþjóðlegra fyrirtækja. Við þýðum einkum texta úr og yfir á evrópsk tungumál og höfum sérhæft okkur í Norðurlandamálum.

Fagleg íslensk þýðingaþjónusta

Lestu meira um okkur
Þýðingastofan Diction er kjörinn samstarfsaðili í tungumálum, óháð því hvort þig vantar þýðingu eða prófarkalestur. Við tökum að okkur þýðingar á flestum tungumálum og veljum sérfræðinga á viðkomandi sviði af kostgæfni. Þó að við þýðum á flest heimsins mál þá höfum við sérhæft okkur í þýðingum á Norðurlandamálum og frá aðalskrifstofu okkar höfum við aðstoðað viðskiptavini um alla Evrópu. Til þess að tryggja að þú fáir fyrsta flokks þýðingu höfum við fengið til liðs við okkur þýðendur sem hafa áralanga reynslu og háskólamenntun í málfræði. Þannig getum við ábyrgst gott orðaval og villulaust málfar. Við bjóðum þar að auki upp á einfalda og auðskiljanlega verðskrá sem reiknast út frá orðafjölda í frumtexta.
Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
visa mastercard bank_transfer