
Þýðingar fyrir fegurðar- og snyrtivörugeirann
Fegurðar- og snyrtivörugeirinn hefur sitt eigið mál með mörgum sértækum hugtökum sem þurfa að vera rétt. Þess vegna krefst það sérstakrar þekkingar að þýða innan fagsins og þá þekkingu hafa þýðendur okkar. Með okkar sérfræðiþekkingu innan fegurðar- og snyrtivörugeirans getur þú verið öruggur með að fá hágæða texta með réttri hugtakanotkun.
Nýjasta tækni gefur samfeldni í textanum
Með aðstoð nýjustu tækni í þýðingum geta þýðendur okkar boðið upp á eins góðar þýðingar og mögulegt er. Þú færð ekki eingöngu rétta hugtakanotkun, heldur tryggir tæknin þér einnig að það sé samfeldni í öllum textanum. Allt þetta samanlagt veitir þér skýran og sannfærandi marktexta.
Möguleiki á auka yfirlestri
Þú getur valið um að fá auka yfirlestur sem er framkvæmdur af öðrum en þýðandanum sjálfum. Þýðandinn sendir þá skjalið áfram til yfirlesturs þegar hann hefur lokið við þýðinguna. Allir okkar prófarkalesarar hafa margra ára reynslu úr þínum geira en það tryggir að málfar og hugtakanotkun er rétt og samræmi í textanum. Hvort sem þú rekur snyrtistofu eða ert að selja snyrtivörur þá getum við aðstoðað þig með þýðingar. Gæðaferlið í verkferlum okkar þýðir að textarnir sem þú færð í hendurnar uppfylla allar kröfur þínar og viðskiptavina þinna. Hafðu samband ef þú ert með einhverjar spurningar varðandi þýðingar eða ert í vafa um hvort þú þurfir auka yfirlestur.
Við þýðum reglulega eftirfarandi tegundir texta fyrir fegurðar- og snyrtivörugeirann: vörulýsingar, markaðsefni, greinar og svo framvegis.
Viðskiptavinir okkar









