
Þýðingar fyrir stjórnmál, blaða- og fréttamennsku
Textar af blaðamanna- og stjórnmálalegu eðli geta oft verið flóknir og hugtakanotkun í þýðingum þarf þ.a.l. að vera rétt og nákvæm. Það eru alltaf gerðar miklar kröfur til þýðandans sem þýðir þess háttar texta. Diction hefur á skrá hjá sér þýðendur með margra ára reynslu af þýðingum af þessu tagi, auk þess prófarkalesum við allar þýðingar áður en við sendum þær til þín.
Samfeldni í texta með notkun nýjustu tækni við þýðingar
Þökk sé nýjustu tækni við þýðingar sjáum við til þess að í öllum okkar þýðingum er notast við rétta hugtakanotkun og að samræmi sé í öllum texta. Þýðendur okkar hafa aðgang að stóru þýðingaminni, sem er byggt á fjölda fyrri þýðinga og með því drögum við úr líkunum á mistökum og misskilningi í textanum. Þetta er auka öryggisatriði sem við notum þegar um er að ræða texta í tengslum við stjórnmál, blaða- og fréttamennsku, þar sem nákvæmar þýðingar eru sérstaklega mikilvægar.
Möguleiki á að fá þýðingarnar prófarkalesnar
Þegar þú pantar þýðingar getur þú pantað auka yfirlestur af öðrum en þýðandanum sjálfum, óháð því hvort þýðingin er á sviði upplýsingatækni, hugbúnaðarupplýsinga eða rafeindatækni. Líkt og á við um þýðendur okkar, þá eru prófarkalesarar okkar líka sérhæfðir innan stjórnmála, blaða- og fréttamennsku og greinum tengdum þeim. Það tryggir þér yfirferð tveggja sérfræðinga, sem fara yfir textann áður en hann er sendur til þín. Það er því auka trygging fyrir því að lokatextinn sé réttur á alla vegu og af hæstu mögulegu gæðum.
Við þýðum reglulega eftirfarandi tegundir texta innan stjórnmála og blaða- og fréttamennsku: umræðugreinar, blaðagreinar, lagatexta, vottanir, fréttatilkynningar og svo framvegis.
Viðskiptavinir okkar









