Viðskiptavinir okkar: 66°Norður

Þýðing á markaðsefni 66°Norður
Viðskiptavinurinn
66°Norður er eitt elsta og þekktasta vörumerki Íslands. Það var upprunalega stofnað árið 1926 til að útbúa sjóklæðnað fyrir íslenskt veðurfar, og í dag selur 66°Norður háklassa tískuklæðnað og útivistarbúnað um alla Evrópu. Fyrirtækið er með verslanir í Lundúnum og Kaupmannahöfn, auk þess að vera með tíu verslanir á Íslandi.
Áskorunin
Starfsstöð 66°Norður í London hafði samband við Diction Ísland með texta sem lá mikið á að þýða. Það átti að frumsýna nýja vörulínu sem unnin var í samstarfi við fatahönnuð í Lundúnum og birta samhliða því umfjöllun á vefsíðu 66°Norður. Textann þurfti að þýða yfir á íslensku, en það dugði ekki bara einhver íslenska til; textinn innihélt sértæk orð úr fataiðnaðinum og var ætlaður til markaðssetningar. Þýðingin þurfti því ekki bara að innihalda öll réttu tæknilegu heitin, heldur þurfti hún einnig að fanga athygli lesandans á sama hátt og upprunalegi textinn.
Lausnin
Sem betur fer býr Diction að góðu samstarfi við fjölmarga þýðendur og gat því auðveldlega fundið réttu manneskjuna í starfið með litlum fyrirvara. Diction úthlutar þýðendum verkefnum samkvæmt þeirra sérsviði og hafði því samband við sinn reyndasta þýðanda. 66°Norður fékk vandaða þýðingu í hendurnar morguninn eftir að beiðnin barst og gat birt íslenska textann á vefsíðunni sinni með fullvissu um að lesandinn fengi sömu upplifun, hvort sem hann heimsótti síðuna á ensku eða á íslensku.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









