Viðskiptavinir okkar: Landsbókasafn Íslands

Þýsk þýðing fyrir Landsbókasafn Íslands
Viðskiptavinurinn
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn geymir fjöldann allan af ritum, gögnum og skjölum í þágu fróðleiks og rannsókna. Þar er almenningi boðið upp á vinnuaðstöðu og aðgang að öllum helstu fræðibókunum, sem og sýningar til fróðleiks og ánægju. Landsbókasafn heyrir undir menningar- og viðskiptaráðuneytið og er í senn þjóðbókasafn, rannsóknarbókasafn, og bókasafn Háskóla Íslands.
Áskorunin
Landsbókasafnið stóð að sýningu um sviðslistamanninn Lothar Grund í Þjóðarbókhlöðunni. Grund var Þjóðverji og Landsbókasafnið þurfti að láta þýða æviágrip hans yfir á þýsku, en útdrátturinn átti að fylgja með í sýningarskrá.
Lausnin
Vegna þess að Diction vinnur með móðurmálsþýðendum er alltaf hægt að treysta því að þýðingin sé áreiðanleg. Við höfðum strax samband við einn af þýsku móðurmálsþýðendunum okkar, sem vann verkið hratt og örugglega. Þökk sé hröðum vinnubrögðum fékk Landsbókasafn þýddan útdrátt afhentan innan tveggja virkra daga.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









