Viðskiptavinir okkar: Rafmennt

Enskar þýðingar á námsefni Rafmenntar
Viðskiptavinurinn
Rafmennt er þekkingarfyrirtæki sem sinnir fræðslu og endurmenntun fyrir fagaðila og nemendur í raf- og tæknigreinum. Hjá Rafmennt býðst fólki í raf- og tækniiðnaðinum að sækja námskeið, stunda framhalds- og meistaranám, og taka sveinspróf í ýmsum iðngreinum.
Áskorunin
Rafmennt vantaði þýðingu á námskeiði um rofastjórnun og það fól í sér bæði lesefni, glærusýningar og verkefni. Í heild var námsefnið um 20.000 orð af tæknilegum texta sem þurfti að þýða frá íslensku yfir á breska ensku. Hér var áskorunin ekki bara lengd textans, heldur einnig viðfangsefnið. Rofastjórnun er nákvæmisvinna og til að tryggja að allar leiðbeiningar og upplýsingar séu skýrar þurfti þýðingin á námsefninu að vera hnitmiðuð og rétt. Í tilvikum sem þessum má inntak textans ekki tapast á milli þýðinga og því er mikilvægt að hafa vandann á. Þar að auki innihélt textinn fjölda íðorða og sértækra hugtaka sem aðeins sérhæfður og reyndur þýðandi gat tekist á við.
Lausnin
Diction Ísland hefur fjölmarga þýðendur á skrá sem sérhæfa sig í íslenskum og enskum þýðingum. Flestir þeirra hafa margra ára reynslu af þýðingum og kunna góð skil á tæknilegum heitum. Sumir eru einnig sérfræðingar á ákveðnum sviðum og hafa því raunþekkingu á þeim málaflokkum sem þeir eru fengnir til að þýða. Við fengum okkar besta þýðanda í verkið og gátum þannig tryggt að enska námsefnið var tæknilega og fræðilega á pari við það íslenska, og því tilbúið til notkunar í námskeiðum Rafmenntar.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









