Viðskiptavinir okkar: Matvælaráðuneytið

Enskar þýðingar og prófarkalestur fyrir Matvælaráðuneytið
Viðskiptavinurinn
Matvælaráðuneytið hefur umsjón með landbúnaði, sjávarútvegi, skógrækt og matvöru á Íslandi. Faghópar á vegum ráðuneytisins vinna oft á tíðum skýrslur um hin ýmsu málefni, sem stuðla að ákvarðanatöku ráðherra sem og upplýsingagjöf til almennings. Skýrslur sem þessar þurfa að vera aðgengilegar öllum hlutaðeigandi aðilum, bæði innlendum og þeim sem ekki tala íslenskuna.
Áskorunin
Matvælaráðuneytið hafði samband við Diction vegna faglegrar skýrslu sem unnin hafði verið af starfshópi innan ráðuneytisins. Viðfangsefni skýrslunnar var afar sérhæft og taldi um 50 blaðsíður í heild. Skýrsluna þurfti að þýða yfir á ensku með hraði, og samtímis gæta að íðorðum, tæknilegum hugtökum og samhengi milli kafla.
Lausnin
Diction býr að tengslaneti þaulreyndra þýðenda sem allir eru sérfræðingar á sínu sviði. Í þessu tilviki völdum við þýðanda sem hefur reynslu af því að þýða svipaðar skýrslur, og einnig gátum við treyst á að verkefninu yrði skilað hratt og örugglega. Að þýðingunni lokinni var hún prófarkalesin til að tryggja enn frekar að allt væri eins og skyldi, og matvælaráðuneytið var komið með lokaafurðina í hendurnar innan þriggja vikna.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









