Viðskiptavinir okkar: Play
Yfirlestur á ársskýrslu Play
Viðskiptavinurinn
Lággjaldaflugfélagið Play var stofnað árið 2019. Flugfélagið hefur stækkað ört á aðeins fáeinum árum og er stöðugt að bæta við sig nýjum og vinsælum áfangastöðum. Sem fyrirtæki í ferðaþjónustu starfar Play á alþjóðlegum vettvangi og þarf því að tala fleiri en eitt tungumál, sem og tryggja að efni sem flugfélagið birtir á erlendum tungumálum sé rétt sett fram.
Áskorunin
Ársskýrsla er mikilvægt verkefni fyrir öll fyrirtæki og fyrir alþjóðleg fyrirtæki, líkt og Play, er það nánast krafa að ársskýrsla sé á öðru tungumáli en okkar ylhýra. Play hafði samband við Diction Ísland og óskaði eftir yfirlestri á enskri útgáfu árskýrslu flugfélagsins. Slíkur yfirlestur felur m.a. í sér að farið er yfir málfarsvillur, stafsetningarvillur og notkun greinarmerkja.
Lausnin
Diction Ísland er með marga breska og bandaríska yfirlesara á skrá sem hafa áralanga reynslu af prófarkalestri og yfirlestri. Í þessu tilfelli var textinn á bandarískri ensku og við fengum því bandarískann yfirlesara í verkið, en sá hinn sami hefur áður kennt ensku á háskólastigi. Verkinu var skilað í tveimur eintökum: eitt eintak þar sem breytingatillögur voru merktar í rauðu og undir viðtakandanum komið að velja eða hafna þeim, og annað eintak tilbúið til notkunar þar sem breytingarnar höfðu nú þegar verið færðar inn.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









