Viðskiptavinir okkar: Fríhöfnin

Þýðingar yfir á 7 tungumál fyrir Fríhöfnina
Viðskiptavinurinn
Fríhöfnin hefur átt sérstakan stað í hjarta Íslendinga um árabil, en fyrirtækið var stofnað árið 1959. Fríhöfnin rekur tollfrjálsar verslanir á Keflavíkurflugvelli og árlega fara um 3 milljónir ferðamanna í gegnum verslanir Fríhafnarinnar, hvort sem þeir eru að koma til landsins eða fara á brott. Það er því klárt mál að allar upplýsingar í Fríhöfninni þurfa að vera aðgengilegar ferðamönnum á mismunandi tungumálum.
Áskorunin
Fríhöfnin óskaði eftir þjónustu Diction Ísland varðandi þýðingu á upplýsingaspjöldum fyrir ferðalanga sem eiga leið um fríhöfnina. Þar var þó ekki öll sagan sögð, því spjöldin þurfti að þýða yfir á sjö mismunandi tungumál. Í tilfellum sem þessum er mikilvægt að allir textarnir komi sömu upplýsingum til skila, hvort sem ferðamaðurinn les upplýsingarnar á ensku, pólsku, spænsku, þýsku, frönsku, japönsku eða kínversku. Þýðendurnir þurfa því að hafa góðan skilning á bæði frummálinu og markmálinu, og þurfa auðvitað einnig að vera kunnugir því málfari og hugtökum sem hinn almenni ferðamaður notar í daglegu máli.
Lausnin
Þegar kemur að mörgum tungumálum fyrir sama texta þarf að finna þýðendur sem geta séð heildarmyndina. Lausnin var að finna sérfræðing á hverju sviði og því komu sjö þýðendur að sama verkefninu. Upplýsingaspjöldin nýtast nú ferðamönnum í brottfararverslun Fríhafnarinnar á hverjum degi, sama hvaða tungumál þeir tala.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









