Vönduð alhliða þýðingaþjónusta á hagstæðu verði
Prófarkalestur
Hvers konar texta prófarkalesum við?
Það sem við leiðréttum við prófarkalestur
Prófarkalestur
Diction býður upp á prófarkalestur, sem skilar sér í villulausum og flæðandi texta. Ef þú ert með texta sem þig vantar að láta lesa yfir þá eru prófarkalesarar okkar til taks og reiðubúnir til að aðstoða þig á þeim tungumálum sem við sérhæfum okkur í. Prófarkalesarinn sem les yfir textann hefur tungumál textans að móðurmáli.
Tungumál
Við erum með alþjóðlegt netsamstarf og prófarkalesum texta á flestum tungumálum. Algengustu tungumálin sem við prófarkalesum eru íslenska, enska, pólska, danska, sænska, norska, franska, þýska og spænska. Þó erum við með prófarkalesara á flestum tungumálum og það er því um að gera að hafa samband við okkur ef þig vantar prófarkalestur.
Verð á prófarkalestri
Hjá Diction er eitt fast verð fyrir prófarkalestur hvort sem um er að ræða yfirlestur á tímaritsgrein eða sérstaklega tæknilegan fagtexta. Ólíkt mörgum öðrum þýðingastofum þá er Diction með einfalda og gagnsæja verðskrá. Við viljum veita öllum viðskiptavinum okkar góða þjónustu, óháð því hvort um er að ræða nemendur eða stórfyrirtæki. Prófarkalestur hjá okkur inniheldur alltaf leiðréttingar á stafsetningarvillum, innsláttarvillum, rangri notkun greinarmerkja, málfræðivillum, eða röngum bilum á milli stafa.
Tegundir prófarkalesturs
Við hjá Diction bjóðum upp á nokkrar mismunandi tegundir prófarkalesturs. Í fyrsta lagi er um að ræða það sem við köllum grunnprófarkalestur. Þá er farið yfir málfarsvillur, stafsetningarvillur og notkun greinarmerkja. Auk þess bjóðum við upp á endurritun en þá breytum við setningargerð, málinu sem notað er og tökum inn í myndina hver móttakandi textans er. Það eru yfirleitt textar með lítil gæði sem þurfa endurritun til að gera textann eins sérsniðinn og mögulegt er.
Leiðréttingar
Þegar við prófarkalesum texta þá færð þú hann til baka í tveimur útgáfum. Ein útgáfan er með athugasemdum og hin útgáfan er með tilbúnum texta þar sem búið er setja inn allar breytingar. Ef þú vilt fá textann án málfars- og stafsetningavillna þá mælum við með því að þú fáir prófarkalestur á textanum.
Hvaða texta getum við prófarkalesið?
Diction hefur reynslu af prófarkalestri á: Sölutextum, textum fyrir bæklinga, handritum, tilkynningum, fréttatilkynningum, bréfaskriftum, fréttabréfum, samningum, fréttatengdu efni og akademískum textum, svo eitthvað sé nefnt. Sama hvers konar texta þú ert með þá erum við alltaf með reynslumesta þýðandann á hverju sviði. Þannig tryggjum við besta samhengið í textanum.
Hvað við leiðréttum við prófarkalestur
Þegar þú biður um grunnprófarkalestur þá förum við eingöngu yfir þessar venjulegu villur, eins og stafsetningar-, ásláttar- og málfræðivillur. Þegar þú biður um endurritun leiðréttum við ekki aðeins þessar villur; ef okkur finnst besta lausnin vera að breyta setningagerðinni eða orðanotkun þá gerum við það, því oft getur boðskapur textans týnst í tilgangslausum setningum. Við viljum þar af leiðandi frekar eyða aðeins lengri tíma í að búa til beinskeyttan texta, til að hann komi boðskapnum til skila skýrt og örugglega. Við prófarkalesum alla texta, en ef við fáum texta úr fagi sem við höfum ekki unnið með fyrr þá látum við þig vita fyrir fram.
Afhendingartími
Við erum mjög sveigjanleg varðandi afhendingartíma, sama hvort um er að ræða mikið eða lítið magn af texta. Afhendingarfresturinn fer að sjálfsögðu eftir magni textans, en almennt eru 5 virkir dagar nægilegur tími til að vinna með textann. Þegar um er að ræða stærri verkefni (yfir 50 bls.) getur afhendingarfresturinn verið lengri. Við bjóðum þó upp á forgangsþjónustu, en ef það á við þá eru önnur verkefni lögð til hliðar og við hefjum samstundis störf við verkefnið þitt. Frekari upplýsingar er að finna undir flipanum ”Forgangsþjónusta”.
Gæði
Ef þú vilt tryggja þér vandaðan texta þá er prófarkalestur hjá okkur fullkomin lausn. Hjá Diction snýst allt um gæði textans. Við sendum textann þar af leiðandi ekki frá okkur fyrr en við erum viss um að hann sé í lagi. Við erum þeirrar skoðunar að þú sem viðskiptavinur eigir rétt á að fá eingöngu það besta og því er það lykilatriði hjá okkur að textinn sé lesinn yfir og leystur þannig að hann sé tilbúinn til notkunar. Eftir að textinn hefur verið lesinn gaumgæfilega yfir, og við erum viss um að hafa tryggt bestu lausnina, skilum við honum af okkur til þín.
Trúnaður
Mikið af þeim texta sem við vinnum hefur ekki verið birtur opinberlega eða notaður áður. Það er því mikilvægt fyrir viðskiptavini okkar að það ríki trúnaður um innihald textans. Við höfum því gert allar nauðsynlegar öryggisráðstafanir til að geta viðhaldið trúnaði um textana þína og gildir þá einu hvort það eru þýðingar eða prófarkalestur. Allir þýðendur okkar eru bundnir trúnaðar- og þagnarskyldu og þú getur því öruggt afhent okkur texta.
Aðlögun texta
Við förum líka yfir það hvaða markhóps textinn á að ná til og að ekki séu endurtekningar í textanum sem geta truflað við það að koma boðskap textans til skila. Þannig getur þú verið viss um að fá meiri tilbreytingu í textann og hann sé meira spennandi að lesa. Í tilvikum þar sem textinn er mjög óvandaður er mögulegt að verðið fyrir prófarkalestur hækki, en á heildina litið eru okkar verð eins fyrir alla. Það mikilvægasta fyrir okkur er að textinn sé auðlesinn og sannfærandi.
Hafðu samband
Hafðu samband í síma 644 0800 eða sendu okkur tölvupóst á [email protected] til að fá tilboð án skuldbindingar.
Teymið okkar
Við erum til þjónustu reiðubúin í síma 644 0800 eða á netfanginu [email protected]. Opið virka daga frá 08:00 til 17:00.