Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00

Tungumálaþjónusta – þýðingar og prófarkalestur

Hjá Diction höfum við sérhæft okkur í þýðingum og prófarkalestri. Með stóru teymi sérhæfðra þýðenda, með mismunandi tungumálablöndur, er Diction kjörinn samstarfsaðili fyrir íslensk og alþjóðleg fyrirtæki. Við þýðum einkum texta úr og á evrópsku tungumálunum og erum með marga viðskiptavini á Norðurlöndunum.

upload
Þú sendir okkur textaskjöl
credit-card
Þú borgar með greiðslukorti
text
Við þýðum textann
truck
Við sendum þér þýðinguna með tölvupósti

Heimasíður, sölutextar, leiðarvísar og bækur

Hjá Diction getum við meðal annars aðstoðað þig við að þýða heimasíðuna, sölutextann, leiðarvísinn eða bókina. Gæðin eru að sjálfsögðu það sem við leggjum mesta áherslu á, þannig að boðskapurinn og kjarninn tapist ekki vegna misskilnings eða stafsetningarvillna. Með því að nýta þjónustu okkar tryggir þú að textarnir þínir verða rétt þýddir á þau tungumál sem þú óskar eftir.

Tækniþýðingar

Við getum einnig aðstoðað við lagalega og læknisfræðilega texta og aðra fagtexta sem þarf að þýða. Þegar við þýðum tæknilega texta leggjum við mikla áherslu á að nota rétt fagorð. Þýðendur með móðurmálskunnáttu og með starfsreynslu á viðkomandi sviði sjá um að þýða textann. Þannig nást fram gæði og rétt mál er notað, óháð því hvort um ræðir lagalega, tæknilega eða læknisfræðilega texta sem á að þýða.

Við tölum mörg tungumál

Diction er með stórt teymi sérhæfðra þýðenda og hefur verið aðalsamstarfsaðili fjölda skandinavískra og alþjóðlegra fyrirtækja. Við þýðum einkum texta úr og yfir á evrópsk tungumál og höfum sérhæft okkur í Norðurlandamálum.

Fagleg íslensk þýðingaþjónusta

Lestu meira um okkur
Þýðingastofan Diction er kjörinn samstarfsaðili í tungumálum, óháð því hvort þig vantar þýðingu eða prófarkalestur. Við tökum að okkur þýðingar á flestum tungumálum og veljum sérfræðinga á viðkomandi sviði af kostgæfni. Þó að við þýðum á flest heimsins mál þá höfum við sérhæft okkur í þýðingum á Norðurlandamálum og frá aðalskrifstofu okkar höfum við aðstoðað viðskiptavini um alla Evrópu. Til þess að tryggja að þú fáir fyrsta flokks þýðingu höfum við fengið til liðs við okkur þýðendur sem hafa áralanga reynslu og háskólamenntun í málfræði. Þannig getum við ábyrgst gott orðaval og villulaust málfar. Við bjóðum þar að auki upp á einfalda og auðskiljanlega verðskrá sem reiknast út frá orðafjölda í frumtexta.
Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
visa mastercard bank_transfer