Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00

Diction útvegar túlkun á flestum tungumálum og getur aðstoðað við fundatúlkun, vídeótúlkun og símatúlkun.

Túlkar okkar geta mætt á staðinn eða unnið í gegnum myndsímtal eða hefðbundið símtal

Þjónustan fer eftir þínum þörfum. Við getum mætt á staðinn (fundatúlkun) eða túlkað í gegnum síma eða fundaforrit.

Fagleg túlkun á flestum tungumálum

Diction getur útvegað túlka fyrir 50 mismunandi tungumál. Ef þú þarft hjálp með tungumál sem eru minna notuð, geturðu haft samband við okkur.

Fáðu verðið uppgefið strax og haltu kostnaði niðri

Við gerum allt sem við getum til að bjóða túlkaþjónustu á góðu verði. Hafðu samband við okkur eins snemma í ferlinu og hægt er svo við, ásamt samstarfsfólki okkar, getum tryggt að þú fáir besta mögulega verðtilboð í faglega túlkun.
Vantar þig faglegan  túlk? Við erum með dómtúlka, sem eru reiðubúnir að koma til þín og túlka fyrir þig. Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð í túlkaþjónustu.

Diction getur hjálpað með flest tungumál

Í tengslaneti okkar eru túlkar fyrir flest tungumál. Áður en þú hefur samband við okkur skaltu vera viss um hvaða tvö tungumál túlkurinn þarf að geta talað. Tungumálakunnátta er auðvitað nauðsynleg en auk þess viljum við útvega túlk sem hefur þekkingu á því efni sem verið er að túlka.

Verðið fer eftir tungumáli, staðsetningu og lengd túlkunar

Áður en þú staðfestir pöntun túlks færðu upplýsingar um áætlað verð fyrir túlkunina. Verðið er ákvarðar samkvæmt tímagjaldi fyrir túlkunina sjálfa. Vegna fundatúlkunar kemur ferðatími til viðbótar og ef nauðsynlegt er að túlkur fái undirbúningstíma vegna verkefnisins leggst sá tími einnig við heildartíma.

Endanlegt verð verður staðfest eftir að túlkun er lokið - þó tekst okkur oftast að vera nokkuð nákvæm þegar verðið er reiknað út fyrirfram. Sem viðskiptavinur, færðu allar upplýsingar um verð og þjónustu þegar við gerum tilboð í verkið.

Staðfesting á staðsetningu og heimilisfangi

Áður en túlkun fer fram verður þú að staðfesta heimilisfang ef túlkunin fer fram á staðnum og, ef þess þarf, vísa til vegar á fundarstaðinn. Við mælum einnig með því að viðskiptavinur útvegi tengilið sem túlkur getur haft samband við, vakni hjá honum spurningar um verkefnið.

Vert að vita um ferðatíma

Þegar túlkur mætir á staðinn til þess að túlka fær hann einnig greitt fyrir ferðatíma fram og til baka. Hér er að hámarki reiknað með hálftíma ferð. Ef raunverulegur ferðatími er lengri verður viðskiptavini tilkynnt um það fyrirfram. Greitt er fyrir hvern hafinn hálftíma fyrir ferðatíma. Gjaldið er hálft tímagjald fyrir túlk, óháð því á hvaða tíma dags ferðin fer fram.

Afbókun túlkaþjónustu

Við viljum sýna viðskiptavinum okkar sveigjanleika og bjóðum því upp á þann möguleika að afbóka túlkaþjónustu, þó ekki síðar en 24 klst fyrir áætlaða túlkun. Sé túlkun afbókuð innan við sólarhring fyrir áætlaða túlkun greiðir viðskiptavinur að lágmarki gjald fyrir 1 klukkustund og fyrir túlkun sem áætlað var að tæki meira en eina klukkustund greiðir hann 50% af því tilboðsverði sem hann fékk uppgefið.

Verð fyrir túlkun á kvöldin, um helgar og á almennum frídögum
Þegar túlkun fer fram fyrir kl. 8:00 og eftir kl. 17:00, sem og á laugardögum, sunnudögum og frídögum, er vanalega greiddur tvöfaldur taxti fyrir túlkun. Við bókun með góðum fyrirvara (1-2 mánuði fram í tímann) er hægt að halda kostnaði niðri – verkefnastjóri okkar getur aðstoðað við að skipulagningu. Ef túlkunin hefst fyrir klukkan 8:00 reiknast hækkaður taxti til loka fyrstu klukkustundar sem klárast eftir að klukkan slær 8:00. Ef túlkunin hefst fyrir klukkan 17:00 reiknast hækkaður taxti við lok fyrstu klukkustundar sem klárast eftir að klukkan slær 17:00.

Þarftu lotutúlkun, samtímatúlkun eða hvíslaða túlkun?

Túlkun getur farið fram á mismunandi hátt og hjá verkefnastjórum okkar færðu frekari upplýsingar um þarfir ólíkra verkefna. Í lotutúlkun hlustar túlkurinn og eftir að mælandi hefur sagt nokkrar setningar tekur hann hlé á máli sínu og túlkurinn þýðir það sem fram kom. Samtímatúlkun fer fram um leið og mælandi talar. Þetta þýðir að túlkurinn þýðir og hlustar samtímis í rauntíma. Í hvíslaðri túlkun er túlkurinn við hlið þess sem verið er að túlka fyrir og talar lágt/hvíslar þýðingunni að viðtakandanum.

Lotutúlkun – algengasti túlkunarmátinn

Við kynningar, á fundum, í réttarsal og við yfirheyrslur er vanalega notuð lotutúlkun. Túlkurinn hlustar á það sem sagt er og þýðir það svo fyrir viðtakanda. Boðskapnum er komið til skila á eins nákvæman hátt og mögulegt er en það krefst þess að viðstaddir gefi túlkinum svigrúm til að tala.

Samtímatúlkun, einnig kölluð ráðstefnutúlkun

Samtímatúlkun fer fram á sama tíma og fundarmaður talar og því er nauðsynlegt að nýta tæknilegan túlkunarbúnað og túlkaklefa. Þeir túlkar sem vinna við samtímatúlkun eru sérmenntaðir. Þá er venjan sú að túlkur túlki yfir á eigið móðurmál. Almennt er mælt með að samtímatúlkun vari ekki lengur en að hámarki 15 mínútur í senn. Vari túlkunin lengur en 30 mínútur þarf afleysingatúlkur að vera til staðar sem tekur við. Fyrsti túlkur skal þá fá 30 mínútna hlé þar til hann hefur túlkun á ný. Ef túlkun varir yfir heilan dag þurfa fleiri en einn túlkur að vera til staðar. Áður en samtímatúlkun fer fram þarf að staðfesta að túlkunarbúnaður sé til staðar (heyrnartól með hljóðnema fyrir túlk, heyrnartól fyrir hlustendur – og hugsanlega túlkaklefi eða lokað herbergi til afnota).

Hvísluð túlkun – túlkun við hlið þess sem verið er að túlka fyrir

Hvísluð túlkun er oftast notuð á fundum og í skoðunarferðum eða ef einungis er þörf á túlkun fyrir einn einstakling í stærri hópi. Á stærri samkomum þar sem þörf er á hvíslaðri túlkun fyrir fleiri aðila getur verið hentugt að nota túlkunarbúnað þar sem erfitt getur verið fyrir hlustanda að greina túlkunina ef ekki er alger þögn.

Þarftu fundatúlkun, myndtúlkun eða símatúlkun?

Í flestum tilfellum aðstoðum við viðskiptavini okkar við túlkun á staðnum og túlkurinn mætir í eigin persónu með viðskiptavini. Það eru þó fleiri leiðir í boði. Á netfundum er hægt að nota myndtúlkun (vídeótúlkun) en túlkun í gegnum síma getur líka verið hentugur kostur.

Fundatúlkun hentar best þegar um samkomu er að ræða

Við mælum með túlkun á staðnum á fyrirfram ákveðnum samkomum, sérstaklega ef viðfangsefnið er flókið eða ef aðstæður eru þannig að ekki er hægt að nota tæknibúnað eins og heyrnartól og hljóðnema. Þessi lausn er afar vinsæl, því nærvera túlks eykur traust hjá fundarfólki. Þegar túlkur mætir á staðinn gefst honum einnig færi á að lifa sig betur inn í umræðuefnið. Umgjörð túlkunar er oftast þannig að túlkur tryggir að allir aðilar skilji um hvað er rætt og um leið endursegir túlkurinn það sem sagt er. Túlkun á staðnum er til dæmis notuð í dómsmálum, samtölum við lækna og viðskiptafundum.

Myndtúlkun getur verið góður kostur ef ekki er þörf á að túlkurinn sé á staðnum

Myndtúlkun fer fram í gegnum streymi í síma eða tölvu. Fundurinn sjálfur getur farið fram í gegnum Skype, Teams eða annan sýndarfundavettvang. Rétt eins og þegar túlkurinn er viðstaddur í rýminu, tala þátttakendur til skiptis og túlkurinn túlkar orðin þar á milli. Myndtúlkun getur verið nauðsynleg af landfræðilegum ástæðum, ef það liggur á að fá túlkun eða ef aðili talar tungumál sem ekki er sérlega útbreitt og því fáir túlkar í boði. Mikilvægast er að halda samtalinu þannig að aðeins einn þátttakandi sé virkur í einu. Þetta gerir túlknum kleift að koma innihaldinu til skila á skýran og greinilegan hátt án misskilnings.

Hægt er að útvega símatúlkun með stuttum fyrirvara

Ef þig vantar túlk fyrir mjög stutt samtal getur símatúlkun verið rétt lausn. Stór kostur við símatúlkun er að það er enginn ferðakostnaður en einnig er hægt að panta símatúlkun með tiltölulega stuttum fyrirvara. Við símatúlkun er minni tenging milli aðila, en túlkunin verður áfram rétt (og hlutlaus).

Hæfi túlkanna

Við langflestar aðstæður mælum við með því að nota þjónustu túlka sem hafa háskólamenntun að baki. Á minna útbreiddum málum hafa túlkar oft annars konar reynslu utan túlkareynslunnar sem getur bætt upp fyrir formlegt menntunarstig. Ef þú ert ekki viss um hvers konar túlk þú þarft í verkið geta verkefnastjórar okkar aðstoðað þig við þarfagreiningu. Ef þú ert ánægð/ur með þjónustu tiltekins túlks getum við skráð hann á öll framtíðarverkefni þín.

Stundvísi - við lofum túlkun á réttum tíma

Hjá Diction erum við meðvituð um mikilvægi þess að mæta tímanlega. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á það að túlkar á okkar vegum mæti á umsömdum tíma. Við túlkunarverkefni óskum við alltaf eftir því að fá tengilið við verkefnið sem túlkurinn getur haft samband við ef eitthvað kemur upp á, t.d. ef hann vantar upplýsingar, lendir í óhappi eða ratar ekki á túlkunarstaðinn.

Er þörf á undirbúningi fyrir túlkun?

Í flestum tilfellum er ekki þörf á sérstökum undirbúningi, svo framarlega sem viðfangsefni sé almennt auðskilið fyrir túlkinn. Ef flókin eða tæknileg viðfangsefni eru hluti af túlkuninni getur reynst nauðsynlegt fyrir túlki að taka sér undirbúningstíma áður en að sjálfri túlkuninni kemur. Undirbúningur getur t.d. verið lestur textaefnis um viðfangsefnið, skoðun efnis á netinu eða skoða samantekt viðskiptavinar um efnið. Þannig getur túlkurinn sinnt starfi sínu enn betur. Gjald fyrir undirbúningstíma er að jafnaði helmingur af almennum túlkataxta.

Flýtiþjónusta túlka

Túlkapantanir með þriggja daga eða styttri fyrirvara falla undir flýtiþjónustu. Álagsgjald fyrir flýtiþjónustu er 50% af almennum túlkataxta. Ef margir túlkar eru á skrá fyrir viðkomandi tungumál er mögulegt að lækka álagsgjaldið og í einstaka tilvikum fella það niður. Hafðu samband við verkefnastjóra okkar með allar fyrirspurnir.

Hafðu samband við verkefnastjóra Diction

Sendu okkur póst á [email protected] eða hringdu í okkur í 644-0800 til að fá tilboð í túlkun án skuldbindingar, eða ef þú vilt fá frekari upplýsingar um túlkaferlið.

Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja

Takk kærlega fyrir snögg og góð viðbrögð. Þið veittuð þrælfína þjónustu, allt upp á tíu.
Guðrún Eva Gunnarsdóttir
Guðrún Eva Gunnarsdóttir
Hagar hf.
Virkilega ánægð með skjót viðbrögð og góða þjónustu.
Ingibjörg Karlsdóttir​
Ingibjörg Karlsdóttir​
Fly Play hf.
Ég vil fá að þakka aftur fyrir frábæra þjónustu og ekkert smá snögg viðbrögð. Það er alveg á hreinu að ég mun leita aftur til ykkar þegar ég þarf að láta þýða fyrir mig.
Guðmunda Ólafsdóttir
Guðmunda Ólafsdóttir
Íþróttabandalag Akraness
Bestu þakkir fyrir skjót og góð viðbrögð. Afbragðsþjónusta og ég mun örugglega leita til ykkar aftur!
Daði Bjarnason
Daði Bjarnason
Lagahvoll slf.
Við erum mjög ánægð og finnst þjónustan fagmannleg og skjót.
Jóhanna Harpa Agnarsdóttir
Jóhanna Harpa Agnarsdóttir
66°North
Takk fyrir toppþjónustu!
Svanur Már Snorrason
bókmenntafræðingur og blaðamaður
Við erum virkilega ánægð með þjónustuna. Diction fær toppeinkunn frá okkur!
Sigrún Edda Elíasdóttir
Sigrún Edda Elíasdóttir
Icewear

Teymið okkar

Við erum til þjónustu reiðubúin í síma 644 0800 eða á netfanginu [email protected]. Opið virka daga frá 08:00 til 17:00.

Andri Freyr Ríkarðsson er verkefnastjóri Diction fyrir íslenskan ma...
Andri Freyr Ríkarðsson
Verkefnastjóri
+354 6440800
Martin Boberg er stofnandi og forstjóri Diction ApS. Áður en hann s...
Martin Boberg
Forstjóri
+45 22277016
Claus Boberg er fjármálastjóri Diction. Claus hefur starfað hjá fyr...
Claus Boberg
Fjármálastjóri
+45 26857082
Julie Munkø er mannauðstjóri hjá Diction og ber ábyrgð á því að stæ...
Julie Munkø
Mannauðsstjóri
+45 22277016
Aske Behrsin Hansen er lausráðinn vefhönnuður ásamt því að vera eig...
Aske Hansen
Vefhönnuður og forritari
+45 2227 7016
Coco er yngsti samstarfsmaðurinn okkar. Hún er ekki fastráðin en ka...
Coco
Skrifstofuhundur
Bygging
Diction Ísland ehf.
Stórhöfði 21
110 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
Fylgdu okkur á Facebook - Nýjustu fréttir og uppfærslurFylgdu okkur á Instagram - Sjáðu myndirnar okkar, sögur og uppfærslurHeimsæktu okkur á LinkedIn - Fagleg tengsl
visamastercardbank_transfer