Diction
Hringdu í 644 0800
Lokað um helgar
17. nóvember 2021

Diction gefur fríar þýðingar til sílesks menningarhúss

Diction gefur fríar þýðingar til sílesks menningarhúss fyrir börn í viðkvæmri stöðu

Hér hjá Diction leggjum við mikið upp úr góðgerðarstarfi og höfum því lengi leitað að verkefni á sviði menntunar og tungumála sem við gætum stutt við — þeirri leit er nú lokið. Í meira en tvo áratugi hefur Anne Hansen unnið í þágu barna í viðkvæmri stöðu í borginni Valparaíso í Síle. Nýjasta verkefni góðgerðarsamtakanna hennar er bygging menningarhúss fyrir börn, þar sem ungt fólk getur menntað sig og tekið þátt í menningarstarfsemi. Til að styðja við þetta frábæra framtak buðum við samtökunum fríar þýðingar, og höfum skuldbundið okkur til að styðja enn frekar við verkefnið í framtíðinni.

Hugsjón Libro Alegre

Barátta Anne Hansen fyrir velferð barna í viðkvæmri stöðu á sér langa sögu. Árið 2001 hóf hún að flakka um stræti Valparaíso með skandinavískar barnabækur í hönd – bækur sem hún hafði þýtt yfir á spænsku upp á eigin spýtur – sem hún las síðan upphátt fyrir börn borgarinnar. Hægt og rólega fór fólk að veita góðgerðarstarfseminni aukinn áhuga. Styrkir og sjálfboðaliðar bárust alls staðar að, sem leiddi að lokum til stofnunar Libro Alegre (Kát Bók).

Í dag má finna tvö barnabókasöfn í borginni sem bæði bjóða upp á fjöldann allan af norrænu lesefni, en góðgerðarsamtökin sjá samt enn fleiri tækifæri í framtíðinni. Nýjasta verkefnið er bygging menningarhúss þar sem börn geta sótt nám og tekið þátt í menningarstarfsemi, með það að markmiði að greiða fyrir virkri þáttöku þeirra í sílesku samfélagi.

Þó að fjárframlög hingað til hafi dugað til að kaupa lóð og uppdrátt að húsi, þá vantar enn fjármagn til að byggja húsið sjálft. Því hafa góðgerðarsamtökin tekið saman kynningarefni sem sýnir starfið og hugmyndina á bak við menningarhúsið, í von um að vekja athygli á verkefninu og safna nægu fjármagni.

Hjálparhönd

Diction valdi að styrkja þetta frábæra framtak með því að bjóða samtökunum upp á þýðingar án endurgjalds, og einnig skuldbundum við okkur til að styðja enn frekar við verkefnið í framtíðinni. Anne Hansen hafði þetta að segja um framlag okkar: ,,Þetta menningarhús fyrir börn er nýjasta byggingarverkefnið okkar, og húsið mun koma að góðu gagni fyrir börnin í Valparaíso. Við höfum áorkað miklu en við þurfum enn á hjálp að halda áður en húsið getur orðið að veruleika. Ég er þess vegna gríðarlega þakklát fyrir framlag Diction, sem mun skipta miklu máli við kynningu verkefnisins.“

Hér hjá Diction vinnum við stöðugt að því að þróa og bæta þýðingaþjónustuna okkar. Þar af leiðandi vinnum við jafnt og þétt að því að stækka tengslanet sérhæfðra þýðenda okkar, til að hámarka gæði og tryggja að við séum að bjóða upp á bestu mögulegu þjónustuna. Í dag vinnum við með rúmlega 2000 sjálfstætt starfandi þýðendum og það var því auðvelt að finna réttu manneskjuna í verkið. Þýðandinn bjó yfir reynslu og sérþekkingu sem gerði þeim kleift að þýða efnið hratt og örugglega frá dönsku yfir á spænsku.

,,Við höfum alltaf áhuga á því að hjálpa samtökum og félögum sem láta gott af sér leiða og gera heiminn að betri stað. Þar sem fyrirtækið okkar samanstendur af tungumálasérfræðingum þá höfum við góðan skilning á mikilvægi þess að gefa börnum tækifæri til að læra að lesa og skrifa. Það var því sjálfsagt að leggja okkar af mörkum til að gera menningarhúsið fyrir börn að veruleika,“ sagði Martin Boberg, forstjóri Diction.

Viltu lesa meira um menningarhúsið fyrir börn og kynna þér Libro Alegre og verkefnin sem eru í gangi? Þú getur heimsótt dönsku vefsíðuna þeirra hér: https://www.libroalegre.com/.

Fleiri greinar

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skráðu þig á tölvupóstlistann til að fá frekari ábendingar og innsýn í starf okkar.

Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
visa mastercard bank_transfer