Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00
5. nóvember 2025

Diction kaupir norsku þýðingastofuna Sententia

Diction styrkir stöðu sína á Norðurlöndum með kaupum á norsku þýðingastofunni Sententia AS

Diction hefur keypt Sententia AS, norska þýðingastofu sem hefur fest sig í sessi sem ein af þeim bestu hvað varðar þýðingar á norðurlandamál fyrir alþjóðlegan markað. Með kaupunum styrkir Diction sig í sessi á norskum markaði og stækkar um leið hóp alþjóðlegra viðskiptavina stofunnar.

Sententia – Norrænar þýðingar fyrir alþjóðlegar umboðsskrifstofur

Viðskiptavinahópur Sententia samanstendur af alþjóðlegum umboðsskrifstofum, m.a. frá Frakklandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Nýja-Sjálandi, Bretlandi og Spáni, sem eiga fast samstarf við Sententia um þýðingar á norsku, sænsku, finnsku og dönsku. Einn af þremur starfsmönnum Sententia mun halda áfram störfum fyrir Diction til að tryggja hnökralausa sameiningu verkefna og verkferla. Árleg velta Sententia er um 8 milljónir NOK, eða um 97 milljónir ISK.

Diction tryggir sig í sessi á markaðnum

Martin Boberg, forstjóri Diction, sér kaupin fyrst og fremst sem tækifæri til þess að tryggja orðspor og stöðu fyrirtækisins sem einn helsti þýðandi norðurlandamála á evrópskum markaði.

„Sententia hefur byggt upp alþjóðlegan hóp viðskiptavina og byggir alla þjónustu við hann á skilvirkni, stöðugleika og virðingu fyrir vinnu með tungumál. Með samrunanum við Diction bætist ný viðskiptasýn við þennan grunn og gerir frekari vöxt að veruleika. Hjá Diction starfar stærri hópur þýðenda og verkefnastjóra, verkferlar hafa verið straumlínulagaðir og stjórnendur fyrirtækisins hafa hug á frekari vexti. Með sameiningunni styrkist staðan enn frekar.”

Nýtt upphaf – það besta fyrir Sententia og viðskiptavinina

Alvin Leer, stofnandi Sententia, segir:

„Í gegnum árin höfum við einbeitt okkur að því að bjóða gæðaþjónustu á einfaldan og heiðarlegan hátt. Hjá Diction sjáum við sömu gildi og framtíðarsýn varðandi hágæðatungumálaþjónustu á Norðurlöndunum. Það felast góð tækifæri í því að verða hluti af stærra fyrirtæki á norrænum markaði; fyrirtæki sem hefur nú þegar sterkt teymi á sínum vegum, hefur komið sér upp góðum innviðum og stefnir á enn frekari vöxt.”

Alvin Leer bætir við:

„Á markaði þar sem aðstæður geta breyst hratt er nauðsynlegt að byggja á sterkum grunni. Með sameiningu við Diction hafa allir þýðendur okkar tækifæri á að halda áfram störfum sínum – og ég er himinlifandi yfir því.“

Alvin Leer, sem er bæði stofnandi og framkvæmdastjóri Sententia, lætur umsvifalaust af störfum og mun einbeita sér að öðrum frumkvöðlaverkefnum. Einn af verkefnastjórum Sententia heldur áfram störfum til þess að tryggja að sameiningin við Diction gangi snurðulaust fyrir sig.

Frekari vöxtur í kortunum fyrir Diction

Sameiningarferlið hófst í október 2025 og Sententia er nú rekið sem hluti af Diction. Með kaupunum á Sententia heldur Diction áfram vexti sínum á Norðurlöndunum og styrkir stöðu sína sem ein helsta tungumálaþjónusta á Norðurlöndunum.

Martin Boberg bætir við:
„Tækninýjungar í tungumálaþjónustu gera það að verkum að þýðingastofur verða að aðlagast nýjum tímum, bæði hvað varðar tæknina sjálfa og skipulagið í kringum hana og einnig auknar kröfur um gagnaöryggi. Þetta eru verkefni sem krefjast meira fjármagns og sérhæfðari þekkingar en áður.“

Við þetta bætir Martin Boberg að lokum:
„Við erum í stöðugu samtali við samstarfsfólk í faginu sem stendur frammi fyrir fyrrnefndum áskorunum og vill bregðast við þeim á skynsaman hátt. Með sameiningu erum við betur í stakk búin til að mæta framtíðarþörfum – ef aðrir sem þetta lesa vilja skoða þá möguleika sem í því felast má endilega hafa samband við mig.”

Sententia AS í stuttu máli:

  • Stofnað 2014 og rekið í núverandi mynd frá 2019
  • Skráð í Noregi með fyrirtækjanúmer 923 099 522
  • 3 starfsmenn á skrifstofu og 20 lausráðnir þýðendur
  • Ársvelta: ca. 8,5 milljónir norskra króna

Lesið meira um Sententia á www.sententia.no.

Um Diction:

Hafi fjölmiðlar frekari spurningar má beina þeim til forstjóra Diction, Martin Boberg, í gegnum tölvupóst; [email protected] eða í síma +45 22272868.

Fleiri greinar

Fartölva

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skráðu þig á tölvupóstlistann til að fá frekari ábendingar og innsýn í starf okkar.

Bygging
Diction Ísland ehf.
Stórhöfði 21
110 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
Fylgdu okkur á Facebook - Nýjustu fréttir og uppfærslurFylgdu okkur á Instagram - Sjáðu myndirnar okkar, sögur og uppfærslurHeimsæktu okkur á LinkedIn - Fagleg tengsl
visamastercardbank_transfer