Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00
3. apríl 2024

Korrekturselskabet kjörið gasellufyrirtæki ársins hjá Børsen

Korrekturselskabet kjörið gasellufyrirtæki ársins hjá Børsen

Á hverju ári stendur danska viðskiptadagblaðið Børsen fyrir kjöri á svokölluðum gasellufyrirtækjum, sem eru þau fyrirtæki sem vaxa hratt og mikið á sínum markaði. Í desember 2023 var Korrekturselskabet eitt þeirra fyrirtækja sem hlaut gaselluverðlaun ársins.

Frá stofnun Korrekturselskabet árið 2016 hefur fyrirtækið sérhæft sig í prófarkalestri fyrir bæði einkaaðila og fyrirtæki. Árið 2023 festi Diction kaup á Korrekturselskabet og síðan þá hefur fyrirtækið verið sjálfstæð eining innan Diction, sem gerir okkur kleift að bjóða viðskiptavinum okkar upp á enn betri þjónustu þegar kemur að tungumálum og texta.

Vel rekin tungumálaþjónusta upp á jóska mátann

Martin Boberg, framkvæmdastjóri Diction (og Korrekturselskabet) fagnaði gaselluverðlaununum að sjálfsögðu:

"Það er í raun hálfgerð tilviljun að Korrekturselskabet skuli fá Gaselluverðlaunin rétt eftir að Diction tekur við eigendataumunum. Þetta staðfestir að Korrekturselskabet hafi verið vel rekið eftir góðum, jóskum gildum og við hlökkum að sjálfsögðu til frekari uppbyggingar á þeim góða grunni. Fólkið á bak við fyrirtækin skiptir mestu máli og hér hefur Martin Handberg, sem sér um daglegan rekstur Korrekturselskabet, gegnt lykilhlutverki í þeim vexti sem gaselluverðlaunin byggja á," segir Martin.

Stofnandi Korrekturselskabet, Martin Handberg, er einnig ánægður og stoltur af kjörinu: "Markmið mín hafa ekki snúist um svona lagað svo ég var frekar rólegur yfir fregnunum. Að því sögðu er ég ánægður með verðlaunin, nú fær verðlaunagripurinn að standa á skrifstofunni minni sem tákn um þá vegferð sem við erum á.”

Þriðju gaselluverðlaun Diction-samsteypunnar

Gaselluverðlaun Korrekturselskabet 2023 eru hin þriðju sem falla Diction-samsteypunni í hlut. en Diction hlaut gaselluverðlaun bæði 2018 og 2019.

Martin Boberg segir: "Við gerum ráð fyrir áframhaldandi eftirspurn eftir prófarkalestri í framtíðinni, bæði frá nemendum, fyrirtækjum og opinberum aðilum – hér er markmið okkar að vera áfram fyrsti valkostur á dönskum markaði. Við höfum hagrætt innri ferlum og væntum þess að geta hagað rekstri Korrekturselskabet með góðu svigrúmi fyrir áframhaldandi vöxt.”

Frá því að Diction festi kaup á Korrekturselskabet hefur aukin áhersla verið lögð á að aðstoða viðskiptavini með allt sem viðkemur prófarkalestri. Það sést á því að við bjóðum nú öllum núverandi viðskiptavinum Diction upp á prófarkalestur og gildir það um útibú Diction í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og á Íslandi.

Um Korrekturselskabet ApS

Starfsemi Korrekturselskabet má kynna sér nánar á heimasíðunum www.studiekorrektur.dk og www.erhvervskorrektur.dk. Frá árinu 2016 hefur Korrekturselskabet aðstoðað yfir 10.000 einkaaðila við prófarkalestur og á meðal þeirra fyrirtækja og stofnana sem nýta sér þjónustuna eru menntamálaráðuneytið og Matsstofnun Danmerkur (Danmarks Evaluerings Institut). Báðar vefsíðurnar eru settar upp sem verkvangur þar sem viðskiptavinir geta á einfaldan hátt pantað prófarkalestur, greitt fyrir þjónustuna og sótt yfirfarin verkefni.

Fleiri greinar

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skráðu þig á tölvupóstlistann til að fá frekari ábendingar og innsýn í starf okkar.

Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
visa mastercard bank_transfer