Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00
2. september 2025

Diction hlutskarpast í útboði á þýðingarþjónustu fyrir Stjórn kærunefndar sjúklinga

Diction hlutskarpast í útboði á þýðingarþjónustu fyrir Stjórn kærunefndar sjúklinga

Diction hefur gert samning um þýðingarþjónustu fyrir Stjórn kærunefndar sjúklinga (d. Styrelsen for Patientklager), sem er sjálfstæð eining innan innanríkis- og heilbrigðisráðuneytis Danmerkur. Samningurinn varðar fyrst og fremst þýðingar á milli dönsku og ensku, grænlensku og færeysku. Þá styrkir samningurinn stöðu Diction í heilbrigðisgeiranum og sem þjónustuaðili fyrir opinbera aðila í Danmörku.

Mikilvæg stofnun í heilbrigðiskerfinu

Stjórn kærunefndar sjúklinga gegnir lykilhlutverki í danska heilbrigðiskerfinu sem úrskurðarvald í málum sem varða heilbrigðiskerfið. Nefndin tekur á kvörtunum frá sjúklingum, tekur ákvarðanir í málum er varða læknismeðferð og sér einnig um rekstur skrifstofu fyrir tengda nefndastarfsemi – þar á meðal aganefnd heilbrigðisþjónustunnar, úrskurðarnefnd sjúkrabóta og úrskurðarnefnd geðheilbrigðismála. Skrifstofa Stjórnar kærunefndar sjúklinga er staðsett í Árósum og þar starfa um 250 manns sem þjóna alls níu nefndum.

Hágæða sérhæfð þekking á heilbrigðiskerfinu

Þýðingarsamningurinn nær yfir fjölbreytt efni á vegum stofnunarinnar en Diction mun meðal annars sjá um þýðingar á bréfum til borgara, úrskurðum í málum sem varða heilbrigðisákvarðanir, bæklingum, skýrslum og texta á heimasíðu, auk þess að vinna skjátexta fyrir myndefni.

Diction stígur inn í verkefnið með sterkt teymi þýðenda sem lokið hafa cand.ling.merc-gráðu og hafa sérhæfingu í lagalegum og heilbrigðisfaglegum orðaforða. Þau tungumál sem mest verður þýtt á milli í þessu verkefni eru danska, enska, grænlenska og færeyska. Að auki verður þýtt á arabísku, pólsku, tyrknesku og sómölsku. Diction aðstoðar einnig við myndræna uppsetningu skjala.

Viðurkenning á störfum Diction

Diction lítur á það sem viðurkenningu á störfum, gæðum og áreiðanleika þýðingarstofunnar að fá verkefni á borð við það sem Stjórn kærunefndar sjúklinga hefur nú treyst okkur fyrir. Martin Boberg forstjóri segir af þessu tilefni:

„Við erum afar stolt af því að hafa verið valin til þess að vinna fyrir Stjórn kærunefndar sjúklinga, aganefnd heilbrigðisþjónustunnar, úrskurðarnefnd sjúkrabóta og úrskurðarnefnd geðheilbrigðismála. Þegar kemur að heilbrigðis- og lagalegum ákvörðunum er afar mikilvægt að fólk fái skýrar og nákvæmar þýðingar. Þessi samningur nýtir þekkingu okkar og reynslu til þess að bæta samskipti milli heilbrigðiskerfisins og borgaranna enn frekar.“

Diction stefnir að því að styrkja hlutverk sitt í heilbrigðiskerfinu

Þýðingarsamningurinn, sem tekur gildi árið 2025, nær yfir allt að fjögur ár og er áætlað virði hans um það bil 1,4 milljónir danskra króna. Diction hefur undanfarið lagt aukna áherslu á þýðingar og þjónustu við opinbera aðila og samningurinn við Stjórn kærunefndar sjúklinga er til marks um árangur af því starfi. Markmið Diction er að styrkja stöðu sína í heilbrigðisþjónustu í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Íslandi og Finnlandi.

Frekari upplýsingar:

Martin Boberg, forstjóri Diction, sími: +45 22272868, netfang: [email protected]

Fleiri greinar

Fartölva

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skráðu þig á tölvupóstlistann til að fá frekari ábendingar og innsýn í starf okkar.

Bygging
Diction Ísland ehf.
Stórhöfði 21
110 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
Fylgdu okkur á Facebook - Nýjustu fréttir og uppfærslurFylgdu okkur á Instagram - Sjáðu myndirnar okkar, sögur og uppfærslurHeimsæktu okkur á LinkedIn - Fagleg tengsl
visamastercardbank_transfer