Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00
1. júlí 2025

Danmörk tekur við formennsku í Evrópusambandinu til ársloka 2025 og Diction sér um þýðingarnar

Diction sinnir sérstökum þýðingaverkefnum fyrir utanríkisráðuneytið á meðan Danmörk er formennskuríki ESB

Á meðan Danmörk fer með formennskuhlutverk í ráði Evrópusambandsins verður það hlutverk Diction að aðstoða utanríkisráðuneytið við allt sem viðkemur tungumálaþjónustu. Þetta felur einkum í sér þýðingu á textum frá Evrópusambandinu, pólitískum tilkynningum, lögum og lögfræðitengdu efni ásamt margs konar sérfræðiefni á og af dönsku, frönsku og ensku. Þá mun Diction einnig sjá um almenna texta fyrir ytri samskipti, t.d. fréttatilkynningar, greinar til birtingar í fjölmiðlum og aðra texta sem birtir verða opinberlega.

Gleðin við að veita góða tungumálaþjónustu

Martin Boberg, framkvæmdastjóri Diction, segir: „Með samstarfinu við utanríkisráðuneytið fær Diction einstakt tækifæri til að taka þátt í formennskustarfinu og við hlökkum til að leggja okkar af mörkum með þeirri tungumálafærni sem við búum yfir. Teymið okkar hefur unnið hörðum höndum að undirbúningi fyrir formennskuverkefnið og við munum vinna það eftir okkar bestu getu þar til Kýpur tekur við formennsku í ársbyrjun 2026.”

Mikilvægur kafli í sögu Evrópu

Frá 1. júlí til 31. desember 2025 verður Danmörk formennskuríki í ráði Evrópusambandsins. Í vinnuáætlun utanríkisráðuneytisins fyrir formennskuhlutverkið er tekið fram að Danmörk taki við því á umbreytingatímum í alþjóðasamfélaginu, sem einkennist af óöryggi, alþjóðlegri efnahagssamkeppni og vaxandi átökum. Sem formennskuríki er markmið Danmerkur að styrkja og efla Evrópusambandið og gera því kleift að tryggja öryggi sambandsins og samkeppnishæfi aðildarlanda. Tengill á vinnuáætlun Danmerkur fyrir formennskuhlutverk ESB. 

15 ráðherrafundir og tveir leiðtogafundir

Á formennskutímanum verða haldnir 15 óformlegir ráðherrafundir á fjórum ráðstefnustöðum víðsvegar um Danmörku. Auk þess verður haldinn fundur þjóðhöfðingja og síðar fundur Evrópska stjórnmálabandalagsins (EPC) sem 55 evrópskir þjóðhöfðingjar og fulltrúar frá NATO og stofnunum ESB taka þátt í.

Um verkefnið segir Martin Boberg: „Við vitum vel að það verður mikið að gera hjá okkur á meðan Danmörk verður formennskuríki og það getur kallað á vinnu um helgar og verkefnaskil með mjög stuttum fyrirvara. Sá hluti verksins hentar Diction vel enda erum við nú þegar vön því að starfa fyrir utanríkisráðuneytið, sem og stofnanir og skrifstofur Evrópusambandsins.”

Almennar upplýsingar um formennskuhlutverkið

Þetta er í áttunda sinn sem Danmörk gegnir formennsku í ráði Evrópusambandsins. Skipt er um formennskuríki í ráði Evrópusambandsins á sex mánaða fresti. Þessi skipting formennskuhlutverksins á milli aðildarríkja hefur verið við lýði frá árdögum sambandsins. Hvert það land sem fer með formennsku ber ábyrgð á að stýra starfi ráðsins og tryggja að samstarfið gangi vel fyrir sig. Frekari upplýsingar um formennskuhlutverkið er að finna á https://danish-presidency.cons..

Frekari upplýsingar:

Martin Boberg, framkvæmdastjóri Diction, s: +45 22272868, netfang: [email protected]

Fleiri greinar

Fartölva

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skráðu þig á tölvupóstlistann til að fá frekari ábendingar og innsýn í starf okkar.

Bygging
Diction Ísland ehf.
Stórhöfði 21
110 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
Fylgdu okkur á Facebook - Nýjustu fréttir og uppfærslurFylgdu okkur á Instagram - Sjáðu myndirnar okkar, sögur og uppfærslurHeimsæktu okkur á LinkedIn - Fagleg tengsl
visamastercardbank_transfer