Diction
Hringdu í 644 0800
Opið til kl. 17.00
1. ágúst 2024

Diction hlýtur norskan þýðingasamning upp á 8 milljónir norskar krónur

Diction hlýtur norskan þýðingasamning upp á 8 milljónir norskar krónur og verður þjónustuaðili Fagháskólans í Vestur-Noregi.

Framvegis mun þýðingastofan Diction sinna þýðingum, prófarkalestri og umritun fyrir þá 1.800 manns sem starfa hjá Fagháskólanum í Vestur-Noregi. Samningurinn hljóðar upp á 8 milljónir norskar krónur, og samstarfið hófst á fyrri hluta árs 2024 og mun halda áfram næstu fjögur ár.

Þýðing á fræðitextum í alþjóðlegu fagumhverfi

Fagháskólinn í Vestur-Noregi starfar í bæði innlendu og alþjóðlegu fagumhverfi og af því leiðir að stóran hluta fræðitexta, svo sem rannsóknargreinar, doktorsritgerðir, meistararitgerðir og rannsóknarefni, þarf að þýða frá norsku (bæði bókmáli og nýnorsku) yfir á ensku, og öfugt. 

Auk norsku og ensku er unnið með spænsku, frönsku og þýsku, sem Diction sér einnig um að þýða. Áður en ákvörðun um úthlutun samningsins var tekin var Diction, ásamt þremur öðrum tungumálaþjónustuaðilum, metið á grundvelli gæða, hæfni og reynslu - þar af var Diction metið sem hæfasti tungumálaþjónustuaðilinn og hlaut því samninginn.

Martin Boberg, forstjóri Diction, segir:,,Það gleður okkur að Fagháskólinn í Vestur-Noregi treysti því að sérfræðiþekking Diction muni nýtast samstarfsmönnum HVL og taka alþjóðleg samskipti á hærra faglegt stig. Við höfum sett saman hóp fastráðinna þýðenda, sem eru meðal okkar reyndustu þýðenda þegar kemur að fræðigreinum yfir á og frá norsku, bæði bókmáli og nýnorsku, yfir á ensku. Við hófum samstarfið í apríl 2024, og það er greinilegt að þau hjá Fagháskólanum í Vestur-Noregi eru ekki aðeins fagmenn þegar kemur að vinnslu textanna sinna, heldur er ástríðan fyrir faglegum smáatriðum einnig á ótrúlega háu stigi, sem er afskaplega hæfilegt fyrir þýðendur okkar og þeirra nálgun. Þessi góða byrjun er ástæða til að vera bjartsýnn hvað varðar framtíð samstarfsins.“

Afgerandi skref fyrir Diction í átt að því að verða varanlegur hluti af norskum tungumálamarkaði

Með rammasamningnum hefur Diction nú tekið afgerandi skref í áttina að því að verða varanlegur þjónustuaðili á norska tungumálamarkaðnum. Frá árinu 2016 hefur Diction verið virkt fyrirtæki á norskum markaði og byggt upp safn viðskiptavina með sérstakri áherslu á mennta- og rannsóknargeirann. Liður í þessu er starf Diction fyrir þónokkra norska háskóla, þar á meðal Tækni- og náttúruvísindaháskóla Noregs (NTNU), Háskólann í Osló, Háskólann í Bergen og Nord-háskólann.

Samkvæmt Martin Boberg verður mennta- og rannsóknargeirinn áherslusvið fyrir Diction í framtíðinni. „Það er ekkert leyndarmál að Diction hefur lagt áherslu á það að aðstoða háskóla á Norðurlöndunum,“ segir hann.

,,Þetta er hópur viðskiptavina sem mun áfram hafa þörf fyrir tungumálaaðstoð langt fram í tímann, ólíkt öðrum geirum. Þess má einnig geta að Diction er fyrirtæki sem kemur sjálft úr háskólaumhverfinu - og í dag hefur það skilað sér í því að við aðstoðum ekki aðeins menntastofnanir í Noregi og Danmörku, heldur einnig í Svíþjóð og Finnlandi, auk þess sem við erum að ræða við nokkrar menntastofnanir á Íslandi. Okkur hjá Diction finnst það eðlilegt að við höldum áfram að styðja við menntageirann, enda er það þar sem þýðingastofan okkar á rætur sínar.“

Um Fagháskólann í Vestur-Noregi
Fagháskólinn í Vestur-Noregi (HVL) var stofnaður 1. janúar 2017 þegar Fagháskólinn í Bergen, Fagháskólinn í Sogn og Fjordane og Stord/Haugesund-fagháskólinn sameinuðust. 

Fagháskólinn býður upp á fagnám í heilbrigðis- og félagsvísindum, kennaranámi, menningu og íþróttum, verkfræði og náttúruvísindum, hagfræði og samfélagsfræði. Í dag eru u.þ.b. 17.000 nemendur og 1.800 starfsmenn við HVL, dreift á fimm kennslusvæði: Haugesund, Stord, Bergen, Sogndal og Førde.

Frekari upplýsingar:
Forstjóri, Martin Boberg, Diction, sími: +45 22272868, netfang: [email protected]

Fleiri greinar

Fartölva

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skráðu þig á tölvupóstlistann til að fá frekari ábendingar og innsýn í starf okkar.

Bygging
Diction Ísland ehf.
Stórhöfði 21
110 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
Fylgdu okkur á Facebook - Nýjustu fréttir og uppfærslurFylgdu okkur á Instagram - Sjáðu myndirnar okkar, sögur og uppfærslurHeimsæktu okkur á LinkedIn - Fagleg tengsl
visamastercardbank_transfer