Diction
Hringdu í 644 0800
Lokað um helgar
20. febrúar 2024

Tvö hundruð íslenskir viðskiptavinir á árinu 2023

Tvö hundruð íslenskir viðskiptavinir á árinu 2023
Hið íslenska útibú þýðingastofunnar Diction fagnaði sínu fyrsta starfsári í lok árs 2023. Yfir 200 íslenskir skjólstæðingar, bæði fyrirtæki, einstaklingar og opinberar stofnanir, hafa valið að láta Diction vinna þau tungumálaverkefni sem þeir hafa þörf fyrir. Þá hefur Diction einnig fullunnið yfir 360 tungumálaverkefni á sínu fyrsta ári. 

Íslendingar hafa brennandi áhuga á tungumálinu sínu
"Á Íslandi er mikil eftirspurn eftir vönduðum þýðingum. Þrátt fyrir að sá hópur sem talar og skrifar íslensku sé fámennur á heimsvísu er Íslendingum afar annt um móðurmál sitt. Kröfurnar eru sérstaklega miklar þegar kemur að þýðingum af öðrum málum yfir á íslensku og því leita mörg fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar til fagaðila til að sinna verkefnum af þessu tagi," segir Andri Freyr Ríkarðsson, verkefnastjóri hjá Diction Ísland.

66°Norður, flugfélagið Play og Hagar á meðal viðskiptavina
Þrátt fyrir að vera nýtt fyrirtæki á markaðnum hefur Diction Ísland þegar aðstoðað mörg af stærstu fyrirtækjum landsins við þýðingar og prófarkalestur. 66°Norður, flugfélagið Play og Hagar eru á meðal fyrstu 200 viðskiptavinanna. Samgöngustofa, Landsbókasafn Íslands og matvæla-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið eru einnig meðal þeirra sem hafa treyst íslenska útibúinu fyrir verkefnum á sviði þýðinga og prófarkalesturs.

Hagvöxtur á Íslandi
Martin Boberg, stofnandi Diction, hlakkar mikið til að taka þátt í bjartri framtíð Íslands. "Ég er mjög hrifinn af þróun efnahagsmála á Íslandi á undanförnum árum. Íslendingar eiga sér einstaka sögu og þrátt fyrir landfræðilega fjarlægð frá öðrum löndum Evrópu hefur þeim tekist að skapa sér gott orðspor um allan heim. Diction vill taka þátt í þessari jákvæðu vegferð sem þjóðin er á.“

Skjalaþýðing - sérhæfð þjónusta fyrir löggiltar þýðingar
Til að anna mikilli eftirspurn íslenskra viðskiptavina eftir löggiltum þýðingum hefur Diction sett á stofn sérdeild sem nefnist Skjalaþýðing og er í samstarfi við marga löggilta þýðendur bæði hérlendis og erlendis. Með tilkomu Skjalaþýðingar er ætlunin að skipta upp áhersluatriðum innan íslenska útibúsins til þess að veita viðskiptavinum betri þjónustu og þekkingu á sérstöku verklagi við löggiltar þýðingar. Nánari upplýsingar um Skjalaþýðingu er að finna á Skjalathyding.is.

Vaxandi eftirspurn eftir pólskum þýðingum
Það kemur ekki á óvart að langflest þýðinga-, prófarkalesturs- og textagerðarverkefni hjá Diction Ísland tengjast íslenskri tungu. Með vaxandi viðveru Pólverja á Íslandi hefur Diction fundið fyrir þó nokkuð mikilli eftirspurn eftir aðstoð við þýðingar á og af pólsku. Vegna þessa hefur Diction Ísland aðlagað þjónustu sína að þessari eftirspurn og hefur nú á að skipa fjölhæfum þýðendum sem taka að sér hvers konar pólsk tungumálaverkefni.

Fleiri greinar

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skráðu þig á tölvupóstlistann til að fá frekari ábendingar og innsýn í starf okkar.

Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
visa mastercard bank_transfer