Diction
Hringdu í 644 0800
Lokað um helgar
27. september 2023

Diction færir út kvíarnar og festir kaup á Korrekturselskabet

Þýðingastofan Diction ApS hefur keypt Korrekturselskabet ApS, sem sérhæfir sig í prófarkalestri fyrir einkaaðila, fyrirtæki og stofnanir og rekur heimasíðurnar www.studiekorrektur.dk og www.erhvervskorrektur.dk. Kaupin styrkja til muna þjónustustig Diction á sviði prófarkalesturs og eykur fjölbreytni þeirra verkefna sem stofan tekur að sér.

Aukin þörf fyrir prófarkalestur meðal viðskiptavina

Bæði Diction og Korrekturselskabet hafa fundið fyrir aukinni eftirspurn eftir prófarkalestri meðal viðskiptavina sinna. Fyrst um sinn verður Korrekturselskabet sjálfstæð eining innan Diction og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Martin Handberg, verður deildarstjóri prófarkalesturs.

Martin Boberg, forstjóri Diction, segir í tengslum við kaupin:

"Verkefni Korrekturselskabet og Diction fara mjög vel saman. Diction er sérhæfð þýðingaþjónusta og Korrekturselskabet hefur verið leiðandi á sviði prófarkalesturs í Danmörku. Við hjá Diction hlökkum til að geta boðið upp á enn betri prófarkalestur ásamt því að vinna að frekari framþróun á þjónustu Korrekturselskabet og þeim möguleikum sem fylgja þeirri starfsemi. Þar sem Diction hefur starfsstöðvar í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og á Íslandi er þess ekki langt að bíða að við getum boðið upp á alþjóðlega prófarkalestursþjónustu.”

Diction bauð einnig upp á prófarkalestur fyrir kaupin og því er einfalt að sameina starfsemi beggja fyrirtækja og bæta þjónustustig og afkastagetu þegar kemur að prófarkalestri.

Vöxtur Korrekturselskabet

Frá árinu 2014 hefur danska fyrirtækið Korrekturselskabet ApS prófarkalesið efni fyrir yfir 4000 viðskiptavini. Fyrirtækið er rekið stafrænt í gegnum heimasíðurnar www.erhvervskorrektur.dk og www.studiekorrektur.dk og viðskiptavinir eru allt frá nemendum til opinberra aðila og stofnana. Korrekturselskabet hefur verið í samstarfi við yfir 50 sjálfstæða prófarkalesara. Diction mun að sjálfsögðu taka vel á móti þeim og halda samstarfinu við þá áfram.

Fyrrum forstjóri Korrekturselskabet, Martin Handberg, segir eftirfarandi um framtíðarmöguleika fyrirtækisins:

"Korrekturselskabet tókst á nokkrum árum að festa starfsemina í sessi í Danmörku með góðum árangri og hefur náð miklum sýnileika á markaðinum. Áform um útrás út fyrir landamæri Danmerkur hafa alltaf verið í deiglunni sem mögulegt næsta skref í þróun fyrirtækisins. Þessum áformum verður komið til leiðar á mun einfaldari hátt í gegnum þá starfshætti sem Diction hefur byggt upp og þau styðja um leið við áframhaldandi uppbyggingu Diction”

Sameinaðir kraftar og innleiðing nýrrar tækni

Á tímum tækniþróunar og aukinnar samkeppni á sviði tungumálaþjónustu er tímabært að taka höndum saman og horfa til framtíðar.

Martin Handberg segir: "Markmið Korrekturselskabet hefur alltaf verið að veita lipra og örugga þjónustu sem miðast við þarfir viðskiptavinarins. Okkur hefur tekist að fylgja þessu markmiði og erum nú reiðubúin að hefja næsta kafla í sögunni og setja starfsemina í stærra samhengi. Sem framkvæmdastjóri Korrekturselskabet hef ég kynnt mér starfsemi þýðingaþjónusta í tengslum við starf mitt. Þá hef ég einnig fylgst náið með Diction í gegnum tíðina og átt góð samtöl við Martin Boberg. Við metum það svo að nú sé rétti tíminn til að halda áfram vaxtarvegferð beggja fyrirtækja.”

Martin Boberg tekur undir og bætir við:

"Í framtíðinni verður hægt að nota ýmis konar þýðingatól en við komum til með að þurfa vant tungumálafólk, sérfræðinga, sem getur yfirfarið þýðingar, sett rétt blæbrigði og tón í skrifaðan texta og unnið á nýstárlegan hátt með tungumálið. Markmiðið er að gera textavinnu eftirsóknarverða, sérstaklega þegar kemur að tungumálum frá fámennari svæðum, t.d. dönsku, íslensku eða grænlensku.”

Staðreyndir um Korrekturselskabet:
Vefsíður: www.studiekorrektur.dk og www.erhvervskorrektur.dk
Velta árið 2022: 3 milljónir danskra króna
Hagnaður: DKK 1,2 milljónir danskra króna
4000 viðskiptavinir
Hóf starfsemi 2014, stofnað í núverandi mynd árið 2016.

Kaupferlinu er lokið og er Korrekturselskabet nú rekið sem deild innan Diction ApS. Starfsemi Korrekturselskabet má kynna sér á heimasíðunum www.studiekorrektur.dk og www.erhvervskorrektur.dk

Hafi fjölmiðlar frekari spurningar má beina þeim til forstjóra Diction, Martin Boberg, í gegnum tölvupóst [email protected] eða í síma +45 22272868.

Fleiri greinar

Fáðu sendar ábendingar, ráð og tilboð

Skráðu þig á tölvupóstlistann til að fá frekari ábendingar og innsýn í starf okkar.

Diction Ísland ehf.
Kalkofnsvegur 2, 3. hæð
Hafnartorg, 101 Reykjavík
Ísland
644 0800
Kennitala: 560123-1670
Vsk. Nr.: 147862
visa mastercard bank_transfer