Viðskiptavinir okkar: 50skills
Íslensk þýðing á persónuverndarstefnu 50skills
Viðskiptavinurinn
50skills er meðal fremstu aðila landsins þegar kemur að ráðningarlausnum fyrir fyrirtæki. 50skills sérhæfir sig í hugbúnaðarlausnum fyrir ráðningar- og inngönguferla (e. onboarding), og auðveldar þannig fyrirtækjum að halda utan um starfsumsóknir, ráðningargögn og innleiðingu nýrra starfsmanna.
Áskorunin
Þegar hugbúnaður 50skills var notaður í ráðningarferli Reykjavíkurborgar var gerð krafa um að persónuverndarstefna fyrirtækisins, sem fram að þessu hafði bara verið til á ensku, væri einnig aðgengileg á íslensku. Þegar Diction frétti af þessu höfðum við strax samband við 50skills og buðum fram aðstoð okkar, sem fyrirtækið þáði.
Lausnin
Diction leggur mikla áherslu á hraða þjónustu. Við höfðum strax samband við þýðanda sem hefur reynslu af tæknilegum orðaforða líkt og kemur fyrir í persónuverndarstefnum, sem og þeim hugtökum sem eiga við um starfsemi 50skills. Íslensku þýðingunni var skilað innan þriggja daga. Nú geta íslenskir notendur ráðningarhugbúnaðar 50skills lesið og samþykkt persónuverndarstefnu fyrirtækisins á sínu móðurmáli.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









