Viðskiptavinir okkar: Olís
Enskar og pólskar þýðingar fyrir Olís
Viðskiptavinurinn
Olís rekur bensín- og þjónustustöðvar í öllum landshlutum og er meðal þekktustu fyrirtækja landsins. Eflaust kannast flestir við að hafa fyllt á tankinn og keypt sér kaffibolla í einu af útibúum Olís — það er óhætt að segja að fyrirtækið hafi náð að skapa sér sess í þjóðfélaginu sem sannkallaður vinur við veginn.
Áskorunin
Hjá Olís starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga, þar af margir starfsmenn sem hafa ekki íslensku að móðurmáli. Því er nauðsynlegt fyrir fyrirtækið að geta dreift mikilvægum upplýsingum til starfsmanna sinna á öðrum tungumálum. Olís hefur nokkrum sinnum þurft að láta þýða slíkar upplýsingar yfir á bæði ensku og pólsku í þeim tilgangi að tryggja greiðan aðgang starfsfólks að upplýsingaflæði.
Lausnin
Diction vinnur náið með enskum og pólskum þýðendum og getur því tryggt hraða þjónustu og gæðaþýðingar. Við setjum þýðingar fyrir Olís í forgang og fáum alltaf okkar bestu þýðendur í verkið. Okkar markmið er að skapa traust og þægindi fyrir viðskiptavininn — þannig getur Olís treyst því að þýðingin er í góðum höndum allt frá fyrirspurn til afhendingar.