Viðskiptavinir okkar: Takk
Þýðingar á samningum fyrir Takk
Viðskiptavinurinn
Í rúmlega 20 ár hefur Takk stutt við bakið á góðgerða- og almannaheillafélögum á Norðurlöndunum. Takk veitir m.a. þjónustu við fjáröflun og umsjón styrktaraðila, og auðveldar góðgerðarfélögum þannig að sinna sínum grunnmarkmiðum, hvort sem þau snúa að velferð fólks, dýra eða náttúrunnar.
Áskorunin
Takk þjónustar yfir 25 góðgerðarfélög sem ýmist eru staðsett á Íslandi, Norðurlöndunum, eða annars staðar í Norður-Evrópu. Diction Ísland var fengið til að þýða samninga við sum þessara félaga yfir á ensku og dönsku. Samningar eru nákvæm skjöl og það þarf ávallt að vinna verkefni sem þessi af kostgæfni. Skilmálar, réttindi og skyldur aðila o.fl. þurfa að vera nákvæmlega eins, þrátt fyrir að skjölin séu á mismunandi tungumálum. Þar að auki eru samningar oft skrifaðir á mjög sértæku máli, og því er þekking á lögfræði nauðsynleg til þess að geta sinnt verki eins og þessu.
Lausnin
Hjá Diction starfar fjöldi þýðenda sem hafa reynslu af því að þýða lagaleg skjöl yfir á ýmis tungumál. Úr þeim hópi völdum við tvo þýðendur í verkið sem annars vegar hafa ensku að móðurmáli, og hins vegar dönsku. Þannig gátum við verið örugg um að samningsákvæðin yrðu þýdd orðrétt, og að samningurinn væri jafngildur beggja vegna samningsborðsins, hvort sem hann var á íslensku, ensku eða dönsku.