Viðskiptavinir okkar: Sahara

Þýðingar á texta í myndbandi fyrir framleiðslufyrirtækið Sahara
Viðskiptavinurinn
SAHARA er íslensk auglýsingastofa og framleiðslufyrirtæki sem sinnir flestu frá A – Ö á sviði stafrænnar markaðssetningar. Stofan hefur unnið að verkefnum með sumum af stærstu fyrirtækjum landsins og hefur hlotið alþjóðlegar viðurkenningar fyrir starf sitt.
Áskorunin
Sahara hafði samband við Diction Ísland og bað um enskar og pólskar þýðingar á texta (e. subtitle) í myndbandi sem auglýsingastofan framleiddi. Textinn var tekinn úr viðtölum við unglinga, og samanstóð því að miklu leyti af töluðu máli, slangri og stökum setningum eða frösum. Ensku og pólsku þýðendurnir þurftu að hafa góða þekkingu á íslensku dægurmáli til þess að geta þýtt textann almennilega. Þar að auki fylgdi verkefninu tæknileg áskorun: Það þurfti að tímakóða þýðingarnar í takt við myndbandið og setja textana upp í SRT-skrá. Það var því ekki bara hver sem er sem gat tekið að sér þetta verkefni.
Lausnin
Við völdum í verkið þýðendur sem ekki einungis þekktu frummálið og markmálið vel, heldur voru einnig færir um að aðlaga þýðinguna að tímastimplunum myndbandsins. Þannig náðum við að tryggja að rétta þýðingin birtist nákvæmlega þegar samsvarandi setning var sögð á íslensku í myndbandinu. Lokaafurðin var marktæk og heildstæð myndbandstextun.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









