Viðskiptavinir okkar: Hagar
Þýðingar fyrir Haga á ensku og pólsku
Viðskiptavinurinn
Hagar er eitt veigamesta fyrirtækið í íslensku atvinnulífi, en samstæðan rekur meðal annars Hagkaup, Bónus, Zara og Olís. Samtals telja starfsmenn Haga um 2.600 manns, og það er ljóst að starfsemi fyrirtækisins snertir daglegt líf flestra landsmanna á einn hátt eða annan.
Áskorunin
Starfsmannahópur Haga er jafn fjölbreyttur eins og hann er fjölmennur, og ekki allt starfsfólk fyrirtækisins talar íslensku. Stór hluti íslenska vinnumarkaðarins er ensku- eða pólskumælandi, og jafn stórt fyrirtæki og Hagar endurspeglar þennan raunveruleika. Því er nauðsynlegt að hægt sé að tryggja upplýsingaflæði til starfsfólks, sama hvert móðurmál þess er.
Lausnin
Vegna mikillar eftirspurnar á íslenskum markaði vinnur Diction mikið með enskar og pólskar þýðingar. Þegar Hagar hafði samband og óskaði eftir þýðingum gátum við því auðveldlega aðstoðað. Þýðendurnir okkar settu verkefnið í forgang og, eins og alltaf, unnu þýðingarnar vel og vandlega. Við afhendingu var viðskiptavinurinn hæstánægður með bæði þýðingarnar og þjónustuna.
Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









