Viðskiptavinir okkar: Háskólinn í Kaupmannahöfn

Þýðingar á efni fyrir Háskólann í Kaupmannahöfn
Viðskiptavinurinn
Háskólinn í Kaupmannahöfn er elsti háskólinn í Danmörku og meðal elstu háskóla í Norðurevrópu. Skólinn er ein helsta rannsókna og menntastofnun Norðurlandanna, með í kringum 40.000 nemendur og 9000 starfsmenn. Háskólinn er í 6.sæti á lista yfir bestu háskólana í Evrópu samkvæmt Leiden Ranking 2016. Fjöldi íslendinga hefur í gegnum árin, stundað nám í Háskólanum í Kaupmannahöfn og er menntun frá skólanum mikils metin í íslensku atvinnulífi.
Áskoranir
Háskólinn í Kaupmannahöfn býður upp á nám í fjölda greina, allt frá landbúnaði yfir í hagfræði. Vegna þessarar miklu breiddar í námsgreinum, þarf háskólinn reglulega aðstoð við faglegar þýðingar úr hinum ýmsu greinum. Sem dæmi má nefna að þá vantaði ”Danmarks Grundforskningsfonds Centre of Excellence for Internationale Domstole”, sem er hluti af lagadeildinni, aðstoð við þýðingar yfir á ensku á efni sem nota átti til innri notkunar í skólanum sem utan. Til að vera viss um að fá réttar og faglegar þýðingar hafði háskólinn samband við Diction.
Lausnin
Diction aðstoðar ólíkar menntastofnanir með þýðingar úr og yfir á fjölda tungumála. Góð þekking á lögfræðilegri hugtakanotkun bæði á frum- og markmáli er forsenda þess fá vandaðar þýðingar á lagatexta. Í þessu tilviki hafði Diction samband við sinn færasta þýðanda með lögfræðilegan bakgrunn og Háskólinn i Kaupmannahöfn fékk góðar þýðingar með réttri hugtakanotkun og góðu textaflæði.

Þetta hafa viðskiptavinir okkar að segja
Viðskiptavinir okkar









