
Faglegar þýðingar fyrir umhverfis- og orkumálageirann
Þýðingar innan umhverfis- og orkumála
Umhverfis- og orkumálaiðnaðurinn er í stöðugri þróun og er því mjög mikilvægt að textar innan þessa geira séu í samræmi við þá þróun. Þýðendur okkar hafa margra ára reynslu af að þýða innan geirans. Þú getur því verið viss um, þegar þú velur Diction, að fá texta sem uppfylla kröfur og væntingar viðskiptavina þinna og samstarfsaðila.
Samfeldni í texta með notkun nýjustu tækni við þýðingar
Með aðstoð nýjustu tækni við þýðingar tryggjum við að hugtakanotkun sé rétt og að samræmi sé í gegnum allan textann. Það þýðir að í öllum textum frá okkur er samræmi í notkun faghugtaka og hættan á misskilningi eða stafsetningavillum er næstum ómöguleg. Þetta er nauðsynlegt í öllum geirum, sérstaklega umhverfis- og orkumálum.
Möguleiki á auka prófarkalestri
Þegar þýðandinn er búinn að þýða textann bjóðum við upp á möguleikann á að senda þýðinguna til yfirlestrar hjá öðrum sérfræðingi en þýðandanum sjálfum. Þú getur nefnilega valið að fá auka prófarkalestur þegar þú pantar þýðingar hjá okkur. Prófarkalesarinn fer þá yfir m.a. málfar og hugtakanotkun. Prófarkalesarar okkar hafa margra ára reynslu í að vinna með texta innan umhverfis- og orkumála, sem tryggir þér texta í hæstu mögulegu gæðum. Það skiptir engu hvort textarnir séu um vatnsafl, endurvinnslu, sólarsellur eða hvað svo sem annað innan geirans. Hafðu samband og við getum farið yfir það saman hvort þú þurfir auka prófarkalestur.
Við þýðum meðal annars eftirfarandi tegundir texta innan umhverfis og orkumála: tæknileg gögn, útboðsgögn, umhverfisgögn og mat á orkunýtingu.
Viðskiptavinir okkar









